
My way morðin
RÚV Hlaðvörp-
103
Á árunum 2002-2012 voru framin alla vega 12 morð á Filippseyjum sem tengjast söng á laginu My Way í karaoke. Hvernig má þetta vera? Hvað þarf að skoða?
Í þessum þríleik dveljum við ekki við hvert og eitt morð heldur reynum að finna mögulegar orsakir þess að alla vega 12 menn voru myrtir á Filippseyjum þegar þeir sungu sama lagið í karaoke.
Við skoðum samfélags-strúktúr og menningu, þýðingu lagsins í filippeysku samfélagi, ást Filippseyinga á söng, karaoke sem útrás og listform, karaoke sem órjúfanlegan hluta af filippeysku samfélagi, stéttaskiptingu, nýlenduherrana Spánverja á 16. öld, kaup Bandaríkjanna á Filippseyjum í lok 19. aldar, kúgun, stolt þjóðar, áhrif raddarinnar og söngsins á tilfinningar okkar og mögulega yfirnáttúrulega krafta og andsetið lag.
Viðmælendur:
Bragi Valdimar Skúlason
Eygló Höskuldsdóttir Viborg
Hannes Þórður Hafstein Þorvaldsson
Ingibjörg Stefánsdóttir
Margrét Erla Maack
Marj Einarsson
Michael Charlston (Xiao) Chua
Lestur:
Gígja Hólmgeirsdóttir
Jóhannes Ólafsson
Dagskrárgerð, framleiðsla og hljóðvinnsla: Sigyn Blöndal
Aðstoð við framleiðslu: Gígja Hólmgeirsdóttir
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
- No. of episodes: 3
- Latest episode: 2025-05-29
- Society & Culture Documentary